mobile navigation trigger mobile search trigger
16.03.2018

Mottumarsdagurinn er í dag

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í ár er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli.

Mottumarsdagurinn er í dag

Í dag náði Mottuamrs svo hámarki með sérstökum Mottumarsdegi. Af því tilefni hvatti krabbameinsfélagið fólk til að klæðast  sérstökum sokkum sem seldir voru til styrktar málefninu. Starfsmenn á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar létu sitt ekki eftir liggja og á myndinni hér til hliðar má sjá nokkra þeirra í sokkunu.

Það fé sem safnast í átikinu í ár verður fyrst og fremst nýtt til uppbyggingar og þróunar upplýsingagáttar fyrir karlmenn um krabbamein í blöðruháskirtlisvokölluð Karlaklefa. Í Karlaklefanum verður að finna fjölbreytt efni. Fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar og gagnvirkt tæki til aðstoðar við ákvarðanartöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Þar verða einnig upplýsingar um réttindamál, bókunarkerfi fyrir tíma hjá sérfræðingum Krabbameinsfélagsins og vettvangur fyrir samtök og hópa karla með krabbamein til að kynna sig og starfsemi sína, svo eitthvað sé nefnt.

Frétta og viðburðayfirlit