mobile navigation trigger mobile search trigger
11.03.2022

Mygla í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar

Staðfest hefur verið að mygla er í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Vinna við lagfæringar er hafin. 

Mygla í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar

Í lok janúar var ákveðið að flytja starfsemi Tónskóla Neskaupstaðar yfir í húsnæði Nesskóla á meðan verið væri að rannsaka húsnæði tónskólans. Verkfræðistofan EFLA var fengin í verkið og niðurstaða þeirrar vinnu er að mygla er í húsnæðinu. Ljóst er að lagfæringar eru það tímafrekar að þeim verður ekki lokið fyrir vorið. Því hefur verið ákveðið að Tónskóli Neskaupstaðar fái áfram aðstöðu í Nesskóla. Ákveðnar breytingar þarf að gera svo hægt sé að halda úti tónlistarkennslu til vors og því verður felld niður kennsla í Tónskólanum í næstu viku á meðan er verið að vinna í að bæta aðstöðu kennara tónskólans í húsnæði Nesskóla.

Frétta og viðburðayfirlit