mobile navigation trigger mobile search trigger
19.12.2019

Nafnagift á fjarlægum stjörnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga fór fram nafnagift á stjörnum og fylgitunglum í ljósárafjarlægð frá jörðu. Það kom í hlut Íslendinga að gefa einni stjörnu og fylgitungli þess nafn og bárust Stjarnvísindafélagi Íslands á þriðja hundrað tillögur að nöfnum. Netkosning fór síðan fram og skemmtilegt er frá því að segja að tillaga Guðmanns Þorvaldssonar kennara við Eskifjarðarskóla um nöfn hlaut náð fyrir augum kjósenda.

Nafnagift á fjarlægum stjörnum
Karl Óttar Pétursson afhendir Guðmanni Þorvaldssyni viðurkenningu fyrir sigur í nafnasamkeppninni.

Tillaga Guðmans var þessi: Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.

Alþjóðasamband stjarnfræðinga opinberaði nýju nöfnin þann 17. desember við hátíðlegt tilefni í París og stjarnfræðingar víðs vegar um heiminn munu því nota þessi nöfn um ókomna tíð. Í tilefni af þessu hittust nemendur og starfsmenn Eskifjarðarskóla á sal s.l. þriðjudag og afhenti Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Guðmanni viðurkenningu fyrir hugmyndaauðgi og frábæra tillögu. 

Guðmanni kærlega til hamingju með heiðurinn.

Hér má sjá slóðina á nafnagiftir þjóðanna  http://www.nameexoworlds.iau.org/final-results

Frétta og viðburðayfirlit