Það var margt um manninn á stórkostlegum tónleikum í Egilsbúð í Neskaupstað síðastliðinn laugardaga þegar Nanna lék þar fyrir gesti ásamt frábærri hljómsveit sinni. Nanna, sem er án nokkurs vafa en frægasta tónlistarkona landsins, hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en lagið þeirra Little Talks hefur t.d. verið streymt tæplega 950.000.000 sinnum á Spotify.
14.11.2023
Nanna heillaði tónleikagesti
Nanna Bryndís hefur nú hafið sólóferil og fyrr á árinu gaf hún út hina yndislegu plötu How to Start a Garden sem er að vekja mikla lukku og hún er nú að kynna á þeirri tónleikaferð sem við vorum svo heppin að fá að vera partur af hér í Neskaupstað. Tónleikarnir hér voru sannkallaður stórviðburður og glæsilegur lokapunktur á vel heppnuðu Tónaflugi ársins sem SÚN og Menningarstofa stóðu fyrir ásamt Beituskúrnum og Hildibrand.
Það var austfirska tónlistarkonan Ína Berglind sem hitaði svo lista vel upp en hún á ættir sínar að rekja í Neskaupstað, sannkallað náttúrubarn í tónlist sem er að sýna virkilegan þroska sem vaxandi tónlistarkona en hún er aðeins 16 ára gömul.
Fleiri myndir: