mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2024

Neysluvatn á Breiðdalsvík örverumengað

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Breiðdalsvík kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða svokallaða kólígerla, sem er stór hópur örvera, ræktaður við 35-37°C. Í þessum hópi eru svokallaðar umhverfisörverur en einnig þær sem tengja má saur frá blóðheitum dýrum.
Fjöldi gerla í þeim sýninu var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu.
Viðkvæmir neytendur,  eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. 

Frétta og viðburðayfirlit