mobile navigation trigger mobile search trigger
11.11.2017

Norðfjarðargöng vígð í dag - Til hamingju með daginn!

Í dag klukkan 13:30 verða Norðfjarðargöng formlega tekinn í notkun. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri mun þá afhenda Jóni Gunnarssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra göngin og þau þar með opnuð fyrir almenna umferð.

Norðfjarðargöng vígð í dag - Til hamingju með daginn!

Vígslan fer fram Eskifjarðarmeginn við göngin og að henni lokinni býður Vegagerðinn íbúum til kaffisamsætis í Dalahöllinni á Norðfirði. Hér til hliðar má sjá kort af vígslusvæðinu en hægt verður að leggja meðfram veginum upp að göngum og einnig við vinnubúðir verktaka inn við bæinn Eskifjörð.

Það verður margt um að vera til að fagna vígslu gangana. Kl. 11:30 hefst fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu á Eskifirði þar sem Íþróttaálfurinn skemmtir, andlitsmálun verður í boði, grillaðar pylsur og margt fleira. 

Kl. 17:00 hefjast svo tónleikar í Egilsbúð í Neskaupstað þar sem Norðfirska hljómsveitin SúEllen fagnar komu gangana og 30 ára útgáfuafmæli fyrstu plötun sinnar. Að tónleikum loknum verður svo björgunarsveitin Gerpir með glæsileg flugeldasýningu í boði Síldarvinnslunnar. kl. 23:00 hefst svo dansleikur í Egilsbúð þar sem Jónsi í Svörtum fötum heldur uppi stuðinu ásamt hljómsveit og sérstakir gestir verða SúEllen. Frítt er inn á bæði tónleikana og ballið í boði Fjarðabyggðar!

Frétta og viðburðayfirlit