Svæðiskeppni fyrir Nótuna 2016, var haldin í Hofi á Akureyri 11. mars. Góður árangur hjá fulltrúum Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Tónskóla Neskaupstaðar.
17.03.2016
Nótan 2016
Þau Anton Unnar Steinsson og Anya Hrund Shaddock kepptu fyrir hönd Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Þau fengu bæði viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og munu keppa í lokakeppni Nótunnar 2016. Írena Fönn Clemmensen keppti fyrir hönd Tónskóla Neskaupstaðar. Írena Fönn flutti frumsamið lag sem heitir "Á hafsbotni" og komst einnig áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík sunnudaginn 10. apríl nk.