mobile navigation trigger mobile search trigger
26.01.2023

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð óskar eftir fötluðum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð. Einstaklingum sem endurspegla fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, s.s. með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu, langvinna sjúkdóma, hreyfihömlun.

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð

Starf notendaráðs felst m.a. í að gefa álit sitt á stefnumótun um málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð. Notendaráðið getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði og rætt ábendingar og tillögur sem koma frá notendum þjónustunnar, þó ekki er varða einstaklingsmál.

Nánari upplýsingar gefur Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, stjórnandi stoð- og stuðningþjónustu fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar í síma 470-9000 eða á netfanginu adalheidur.b.runarsdottir@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit