mobile navigation trigger mobile search trigger
23.06.2021

Nýir skólastjórnendur við Nesskóla

Ráðið hefur verið í stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Nesskóla. Karen Ragnarsdóttir Malmquist hefur verið ráðin skólastjóri og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri.

Nýir skólastjórnendur við Nesskóla

Karen hefur starfað sem aðstoðarskólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í tvö ár og var þar áður verkefnastjóri og kennari við Alþjóðaskólann á Íslandi. Karen er með BA próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst,  Diplómu til kennsluréttinda frá HR og Diplómu frá HA í upplýsingatækni í námi og kennslu með áherslu á frumkvæði og forystu í þróun skólastarfs.

Þórfríður hefur starfað sem kennari við Nesskóla undanfarin ár, auk þess að vera formaður Leikfélags Neskaupstaðar. Þórfríður er með Bed próf frá Háskóla Íslands og MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. 

Um leið og Fjarðabyggð óskar nýjum stjórnendum hjartanlega til hamingju með spennandi störf og farsældar í starfi, er fráfarandi stjórnendum, þeim Eysteini Þór Kristinssyni skólastjóra, Viðari Hannesi Sveinssyni, aðstoðarskólastjóra og Brynju Garðarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa, færðar bestu þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag til fræðslumála í Fjarðabyggð á liðnum árum en þau hafa öll verið burðarásar í starfi Nesskóla til fjölda ára og Brynja og Viðar starfað við skólann í vel yfir 40 ár.

Frétta og viðburðayfirlit