Haraldur Líndal Haraldsson og Sunna Arnardóttir hafa verið ráðin í störf upplýsingafulltrúa og mannauðsstjóra hjá sveitarfélaginu.
Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofu
Haraldur Líndal Haraldsson hefur hafið störf sem upplýsingafulltrúi. Haraldur er með M.Sc. í stefnumótandi almannatengslum og samskiptastjórnun frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi. Hann mun annast samskipti Fjarðabyggðar er varðar íbúa, fyrirtæki, gesti og fjölmiðla, ásamt öðrum tilfallandi störfum. Síminn hjá Haraldi er 697-7335 og netfangið haraldur.haraldsson@fjardabyggd.is
Þórður Vilberg Guðmundsson, sem áður gegndi starfi upplýsingafulltrúa, hefur jafnframt tekið við starfi forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingasviðs.
Sunna Arnardóttir hefur verið ráðin sem mannauðstjór en hún mun hefja störf 2. ágúst. Sunna er með M.Sc. í mannauðstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, ásamt að vera með diplómu í opinberri stjórnsýslu. Hún mun meðal annars vera stjórnendum Fjarðabyggðar innan handar þegar kemur að mannauðsmálum og annast fræðslu starfsmanna og vinnuvernd ásamt öðrum störfum. Netfang Sunnu er sunna.arnardottir@fjardabyggd.is
Haraldur og Sunna eru boðin velkomin til starfa hjá Fjarðabyggð.