mobile navigation trigger mobile search trigger
12.09.2024

Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð

Adda Björk Ólafsdóttir hefur tekið við sem nýr mannauðsráðgjafi og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er nýr verkefnastjóri Menningarstofu. Adda Björk er með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Ms. frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.

Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð
Adda Björk og Þórhildur Tinna

Hefur hún starfað hjá Launafli, þar sem hún sinnti stöðu mannauðsstjóra. Á uppbyggingarárum Alcoa Fjarðaáls starfaði hún sem fræðslustjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Bechtel. Áður starfaði hún sem sölufulltrúi hjá Byko Reyðarfirði og sem deildastjóri á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. 

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er listfræðingur frá King’s College, London með meistaragráðu í menningar- og listastjórnun með sérstaka áherslu á sýningastjórnun. Hefur hún starfað hjá Myndlistarmiðstöð þar sem hún sinnti stöðu verkefnastjóra alþjóðlegra verkefna stýrði framkvæmd Íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum og var framkvæmdastjóri Sequences myndlistarhátíðarinnar. Hún er ein af aðalskipuleggjendum LungA, listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. 

Við bjóðum Öddu Björk og Þórhildi Tinnu velkomnar til starfa. 

Frétta og viðburðayfirlit