Adda Björk Ólafsdóttir hefur tekið við sem nýr mannauðsráðgjafi og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er nýr verkefnastjóri Menningarstofu. Adda Björk er með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Ms. frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.
Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð
Hefur hún starfað hjá Launafli, þar sem hún sinnti stöðu mannauðsstjóra. Á uppbyggingarárum Alcoa Fjarðaáls starfaði hún sem fræðslustjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Bechtel. Áður starfaði hún sem sölufulltrúi hjá Byko Reyðarfirði og sem deildastjóri á leikskólanum Dalborg á Eskifirði.
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er listfræðingur frá King’s College, London með meistaragráðu í menningar- og listastjórnun með sérstaka áherslu á sýningastjórnun. Hefur hún starfað hjá Myndlistarmiðstöð þar sem hún sinnti stöðu verkefnastjóra alþjóðlegra verkefna stýrði framkvæmd Íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum og var framkvæmdastjóri Sequences myndlistarhátíðarinnar. Hún er ein af aðalskipuleggjendum LungA, listahátíðar ungs fólks á Austurlandi.
Við bjóðum Öddu Björk og Þórhildi Tinnu velkomnar til starfa.