Tveir nýir þjónustuaðilar hófu starfsemi sína formlega í gær.
15.01.2017
Nýir þjónustuaðilar í sveitarfélaginu
Í Neskaupstað opnaði ný snyrtistofa, Snyrtistofan Alda, og er hún til húsa að Hafnarbraut 4. Snyrtistofa með sama nafni hefur verið starfandi á Egilsstöðum frá árinu 2007 og nú bætist hin nýja við. Formleg opnun var kl. 11 með fjölda opnunartilboða og afsláttar af öllum vörum.
Á Reyðarfirði opnaði nýtt veitingahús, Geskur, að Búðareyri 28. Staðurinn sérhæfir sig í pizzum, þeytingum (boozt), grillborgurum, hágæða kaffi og smáréttum. Staðurinn opnaði formlega í gær kl. 16 með því að Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Valdimar O. Hermannsson bæjarfulltrúi klipptu á borða. Þeir fengu síðan að smakka á þeytingi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Fleiri myndir: