Þann 20. mars sl. bættust nýjar ferðir við áætlun Strætisvagna Austurlands.
31.03.2017
Nýjar ferðir hjá Strætisvögnum Austurlands
Annars vegar eru það ferðir sem fara frá Stöðvarfirði klukkan 18:45 og frá Norðfirði klukkan 18:55 og fara inn að Alcoa svæði. Hinsvegar eru það ferðir frá Alcoa svæðinu klukkan 20:07 og til Stöðvarfjarðar og Norðfjarðar. Þessar ferðir eru opnar öllum og fargjald er samkvæmt gjaldskrá Strætisvagna Austurlands. Tímatöflu Strætisvagna Austurlands má nálagst inn á svaust.is.
Um er að ræða tilraunaakstur sem verður til 31. maí en með von um áframhaldandi akstur. Þess ber þó að geta að ekið er á lítilli rútu þannig að ekki er hægt að taka á móti hópum.
Ferðirnar eru settar upp á vegum Fjarðabyggðar í samstarfi við Eimskip, Securitas og Slökkvilið Fjarðabyggðar og munu starfsmenn þeirra nýta þær til og frá vinnu.