mobile navigation trigger mobile search trigger
23.08.2018

Nýr bæjarstjóri hefur störf í Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson hefur tekið til starfa sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann mun á næstu dögum fara um hverfi sveitarfélagsins, heimsækja stofnanir þess og starfsmenn, og kynna sér samfélagiðí Fjarðabyggð.

Nýr bæjarstjóri hefur störf í Fjarðabyggð

Karl Óttar er fæddur í Reykjavík árið 1971. Hann lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, embættisprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2002 og til að flytja mál fyrir Hæstarétti árið 2011.

Karl Óttar er spenntur fyrir nýja starfinu “Fjarðabyggð er öflugt samfélag sem á alla möguleika til að vaxa og dafna í framtíðinni. Hér er gott mannlíf, menning, atvinna og falleg náttúra sem gerir þetta samfélag að góðum stað til að vera á"

Karl Óttar hefur undanfarinn ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion Banka en auk þess starfað sem framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs og hefur í gegnum það starf kynnst samfélaginu í Fjarðabyggð í gegnum árin.

Íbúum er bent á netfang Karls er karl.petursson@fjardabyggd.is og einnig er hægt að óska eftir viðtali við hann í síma 470 9000.

Frétta og viðburðayfirlit