mobile navigation trigger mobile search trigger
16.12.2017

Nýtingaráætlun haf- og strandsvæða í Fjarðabyggð mun taka tillit til núverandi atvinnustarfsemi

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 14. desember sl. var samþykkt að stofnaður yrði stýrihópur um nýtingu á haf og strandsvæðum í Fjarðabyggð.

Nýtingaráætlun haf- og strandsvæða í Fjarðabyggð mun taka tillit til núverandi atvinnustarfsemi

Með þessu vill bæjarstjórn leggja áherslu á að sveitarfélagið haldi áfram vinnu sinni við skipulag og nýtingaráætlanir í fjörðum sínum og gefi fyrirtækjum, hvort sem er í sjávarútvegi, fiskeldi eða annari hafnartengdri starfsemi, tækifæri til að koma að þeirri vinnu og leggja fram sínar áherslur

Þá tók bæjarstjórn Fjarðabyggðar undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningu fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirra fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins. 

Jafnframt hvatti bæjarstjórn Fjarðabyggðar ráðherra og Alþingi til að ljúka við löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða hið fyrsta og bendir sveitarfélagið á fyrri ályktanir sínar í þeim efnum. 

Frétta og viðburðayfirlit