Skipulagsáætlanir vegna aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði voru kynntar á íbúafundi sem fram fór í Grunnskóla Reyðarfjarðar sl. miðvikudag.
Nýtt aksturs- og skotæfingasvæði vestan Bjarga
Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, sem felur í sér að skotæfingasvæði ofan við Kolabotna við Eskifjörð flyst á nýtt svæði vestan við Ljósa, sem er nokkru austan við þéttbýlið á Reyðarfirði. Samhliða verður aksturíþróttasvæði vestan við Björgin við Reyðarfjörð stækkað og lagað að þróun svæðisins fyrir akstursíþróttir.
Með umræddum breytingum er verið að koma til móts við þarfir skot- og akstursíþróttafélaga í Fjarðabyggð. Núverandi skotæfingasvæði við Eskifjörð hefur sem dæmi reynst óhentugt sökum snjóþyngsla.
Á fundinum voru einnig kynntar fjárhags- og starfsáætlun sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Að framsögum loknum sátu svo fyrir svörum bæjarráð Fjarðabyggðar og bæjarstjóri ásamt öðrum stjórnendum hjá bænum.