Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti 17. ágúst 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Mjóeyrarhöfn.
Um er að ræða heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, Hraun 1, deiliskipulag hafnar- og iðnaðarsvæðis á Mjóeyri á Reyðarfirði. Í nýju deiliskipulagi er lögð áhersla á styrkingu Mjóeyrarhafnar, sem mikilvægrar vöruflutningahafnar á Austurlandi. Endurskoðunin felst m.a. í fjölgun á lóðum fyrir hafnsækna starfsemi, stækkun athafnasvæðis hafnarinnar og lengingu á hafnarkanti með það að markmiði að bæta flutningsþjónustu við skip. Þá eru skilmálar uppfærðir m.a. til að tryggja góða umgengni á svæðinu.
Deiliskipulagssvæðið stækkar úr 160 ha í 177 ha.
Við gildistöku deiliskipulags Mjóeyrarhafnar fellur eldra deiliskipulag, Hraun 1, deiliskipulag hafnar- og iðnaðarsvæðis á Mjóeyri á Reyðarfirði, úr gildi.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og öðlast þegar gildi.