mobile navigation trigger mobile search trigger
24.07.2017

Nýjung í endurvinnslu

Hafin er endurvinnsla á garðaúrgangi í garðaefni í Fjarðabyggð á nýju söfnunarsvæði á Hjallaleiru. Biðlað til íbúa að ganga vel um garðefnasvæðin og vinsamlegast munið að fjarlægja allt plast þegar farið er með gras, greinar, möl eða mold á svæðið.  

Nýjung í endurvinnslu
Trjákurl sem framleitt hefur verið úr trjáafklippum. (Ljósm. Anna Berg Samúelsdóttir)

Endurvinnsla á garðaúrgangi í garðefni er staðsett aftan við móttökustöð Íslenska Gámafélagsins á Hjallaleiru á Reyðarfirði. 

Í Fjarðabyggð eru síðan móttökustöðvar fyrir garðúrgang á eftirtöldum stöðum:

  • Í Neskaupstað ofan við hesthúsin – svæðið er enn í mótun.
  • Eskifjörður gámur við þjónustumiðstöðina.
  • Reyðarfjörður að Hjallaleiru, svæðið er bakvið Íslenska Gámafélagið.  
  • Á Fáskrúðsfirði inn á nesi – svæðið er enn í mótun.
  • Á Stöðvarfirði við Byrgisnes – svæðið hefur ekki enn hafið flokkun.

Mikilvægt er að fjarlægja allt plast og hafa garðefnin aðskilin, gras, mold og möl og trjáklippur.

Myndin er af trjákurli sem hefur verið unnið úr trjáafklippum íbúa Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit