mobile navigation trigger mobile search trigger
02.01.2018

Öflug starfsemi félag eldri borgara á Stöðvarfirði

Starfsemi Jaspis, félags eldri borgara á Stöðvarfirði, hefur verið blómleg í vetur. Félagið hefur séð um starfsemi í húsi félagsins á Stöðvarfirði sem áður hýsti leikskólan Balaborg.

Öflug starfsemi félag eldri borgara á Stöðvarfirði

Starfið hófst í byrjun október og hefur verið hist tvisvar í viku að jafnaði. Á mánudögum er boðið uppá stutta göngu, 20 – 30 mínútur. Að þeim loknum er boðið uppá kaffi og kökur. Sumir sitja og spila meðan aðrir vinna að handavinnu. Á fimmtudögum er boðið upp á heitan mat í hádeginu og er vel mætt á þeim dögum.

Ýmislegt hefur verið gert utan við hefðbundið starf. Í tilefni af “Dögum myrkurs” var eldri borgurum í Breiðdal boðið í heimsókn og boðið uppá svarta grauta. Einnig komu skólabörní heimsókn ásamt foreldrum sínum og var því margt um manninn. Jólakortagerð, laufabrauðs útskurður og jólahlaðborð eru einnig meðal viðburða sem hafa verið á dagskránni í haust

Frétta og viðburðayfirlit