Fimmtudaginn 26. nóvember var hinn árlegi Ólsen Ólsendagur Grunnskólans á Eskifirði. Þá hittast allir nemendur skólans og spila af krafti þetta skemmtilega spil í eina kennslustund.
30.11.2015
Ólsen Ólsendagurinn
Yngri nemendur mæta þeim eldri sem ávallt eru boðnir og búnir við að aðstoða og skemmta þeim yngri. Spilað er í þriggja mínútna lotum og eldri nemendur færa sig til um sæti og því er spilað við nýjan spilafélaga í hverri spilalotu. Þetta er frábær stund sem allir hafa gaman að.