mobile navigation trigger mobile search trigger
10.09.2021

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Reyðarfirði

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem þreytt er í grunnskólum um allt land, var sett í Grunnskóla Reyðarfjarðar í gærmorgun. Grunnskóli Reyðarfjarðar hefur lengi verið dyggur þátttakandi í hlaupinu, og varð þess vegna fyrir valinu til að að sitja hlaupið í ár.

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Reyðarfirði

Árum saman var ÍSÍ þátttakandi og umsjónaraðili hérlendis í Norræna skólahlaupinu. Það hlaup lognaðist út af annars staðar en ÍSÍ hélt sínu striki undir nýju nafni og nefndi hlaupið Ólympíuhlaup ÍSÍ.

Lukkudýrið Blossi mætti austur í gær og setti hlaupið ásamt börnum úr Grunnskóla Reyðarfjarðar kl. 10:00, að lokinni góðri upphitun. Þrjár vegalengdir voru í boði, þar sem allir hefðu átt að finna vegalengd við sitt hæfi.

Um 70-80 skólar taka þátt í hlaupinu ár hvert um allt land. Alls staðar eru þrjár vegalengdir í boði og senda skólarnir inn upplýsingar um þátttökuna til ÍSÍ. Skólarnir fara í pott og eru dregin út gjafabréf sem nýtast til kaupa á íþrótta- eða leikjabúnaði fyrir skólana.

Fleiri myndir:
Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit