mobile navigation trigger mobile search trigger
18.02.2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki Fjarðabyggðar 2025

Íþrótta- og tómstundafélög í Fjarðabyggð geta nú sótt um styrki samkvæmt nýjum reglum sem tryggja jafnan aðgang allra félaga að styrkveitingum sveitarfélagsins.

Styrktarfjárhæðin fyrir árið 2025 er um 17 milljónir kr. og skiptist í:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki Fjarðabyggðar 2025

Íþrótta- og tómstundastyrki (70%) – Úthlutað eftir fjölda skráðra þátttakenda í Sportabler og ÍSÍ.
Samvinnustyrki (25%) – Styrkir fyrir samstarfsverkefni félaga.
Ferðastyrkir fyrir afreksfólk (5%) – Fyrir ungmenni undir 25 ára og þá sem taka þátt í landsliðsúrtökum, hámark 30.000 kr. á flug.

Rekstrar- og uppbyggingarstyrkir

Rekstrar- og uppbyggingarstyrkir styrkir eru hugsaðir til uppbyggingar á, eða stuðnings við reksturs, íþrótta- eða tómstundafélaga sem reka eigin aðstöðu og eru ekki hluti meginfélaga.

Umsóknarfrestur er frá og með 18. febrúar til og með 18. mars, umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Sótt er um í gegnum Íbúagátt Fjarðabyggðar. 
Ferðastyrkir verða opnir til umsóknar allt árið.

Skilyrði fyrir því að Íþrótta- og tómstundafélög geti sótt um Íþrótta- og tómstundastyrk eða rekstrar- og uppbyggingarstyrki er tenging þeirra við Sportabler kerfið og heimild til að taka við frístundastyrk frá Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Árni Gunnarsson deildarstjóri íþróttamála, íþróttamannvirkja og skíðasvæðis magnus.arni@fjardabyggd.is eða í síma 470-9058

Frétta og viðburðayfirlit