mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar fyrir árið 2024.

Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 15.febrúar. Meginmarkmið verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður eru eftirfarandi:

  • Fyrirmyndar umhverfi
  • Samheldið samfélag
  • Öflugt atvinnulíf
  • Sterkir innviðir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar fyrir árið 2024.

Umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum og hafa samhljóm við framtíðarsýn verkefnisins sem hægt er að skoða á https://austurbru.is/brothaettar-byggdir/

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og samstarf á milli aðila.

Umsóknareyðublað ásamt úthlutunarreglum og nánari upplýsingum má nálgast á heimasíðu Austurbrúar.

Einnig eru nánari upplýsingar um úthlutunarreglur inn á vef Byggðastofnunar.

Umsækjendur eru hvattir sérstaklega til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið Sterks Stöðvarfjarðar er líklegri til árangurs.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Valborg Warén verkefnissjóri í síma 8694740 eða í netfanginu valborg@austurbru.is

Frétta og viðburðayfirlit