Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarúthlutun Daðahúss, orlofshúss Þroskahjálpar á Flúðum.
Sótt er um á heimasíðu Þroskahjálpar hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/dadahus-sumar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarúthlutun Daðahúss, orlofshúss Þroskahjálpar á Flúðum.
Sótt er um á heimasíðu Þroskahjálpar hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/dadahus-sumar
Umsóknir skulu berast fyrir 31. mars.
Úthlutað verður snemma í apríl og öllum umsóknum svarað eigi síðar en 10. apríl.
Yfir sumarmánuðina er húsið eingöngu ætlað fötluðu fólki og aðstandendum þeirra.
Mikil ásókn er í Daðahús, enda því miður skortur á hentugum og aðgengilegum orlofshúsum fyrir fatlað fólk.
Markmið Þroskahjálpar er að bjóða sem fjölbreyttustum hópi fólks að njóta orlofshússins.
Við úthlutun skoðar Þroskahjálp því hvaða einstaklingar hafa áður fengið úthlutun á undanförnum árum.
Fyrirspurnir má senda á dadahus@throskahjalp.is