Unnið er að undirbúningi að opnun áfallamiðstöðvar sem opnuð verður í Egilsbúð í Neskaupstað í dag kl. 16:00. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
23.08.2024
Opnun áfallamiðstöðvar í Egilsbúð
Áfallamiðstöðin í Egilsbúð verður opin sem hér segir:
Föstudagur 23. ágúst: 16:00 – 20:00
Laugardagur 24. ágúst 11:00 – 17:00
Sunnudagur 25. ágúst 11:00 – 17:00
Við hvetjum íbúa til að nýta sér þá þjónustu sem boðið verður upp á í áfallamiðstöðinni.