Áfallamiðstöðin í Egilsbúð verður áfram opin næstu daga. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
01.09.2024
Opnun áfallamiðstöðvarinnar 1. - 5. september
Opið verður sem hér segir:
Sunnudagur 1. september 15:00 - 18:00
Þriðjudagur 3. september 16:00 - 19:00
Fimmtudagur 5. september 16:00 - 19:00
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahjalp@hsa.is, hafa samband við presta í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000, einnig má senda póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.16