Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. mars 2024 að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.
Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2020 - 2040
Heilsugæslustöðin á Reyðarfirði hefur um árabil verið á lóð á horni Búðareyrar og Brekkugötu, Búðareyri 8. Vegna áforma um að stækka heilsugæslustöðina þarf að lengja lóðina sem hún stendur á til vesturs eftir Búðareyri. Núverandi lóð er innan reits M-300 í aðalskipulagi (miðsvæði)
en lenging lóðarinnar fer inn á næsta reit VÞ-300 (verslun og þjónusta). Að auki er áformað aðbyggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk vestan við heilsugæslustöðina, á Búðareyri 10. Breyting þessi á aðalskipulagi er til þess fallin að laga stefnu um landnotkun í aðalskipulaginu að þessum
áformum. Farið er með breytinguna sem óverulega í samræmi við 36. gr. skipulagslaga á þeirri forsendu að eðlisbreyting landnotkunarinnar er ekki veruleg og því ólíklegt að hún hafi nokkur áhrif á hagaðila, sjá nánar svör við gátlista í umhverfismatskafla.
Samfélagsþjónusta við Búðareyri á Reyðarfirði.pdf
Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hafnargata 2, 730 Fjarðabyggð