Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig er nú í gildi fyrir Austfirði alla. Óvíst er enn hvenær því verður aflétt.
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig er nú í gildi fyrir Austfirði alla. Óvíst er enn hvenær því verður aflétt.
Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.
Fylgjumst vel með veðurfréttum og færð. Förum varlega.