Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Talsverð eða mikil rigning er í kortunum. Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því.
Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands