Óvissustigi vegna ofanflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnanverðum Austfjörðum þar sem hætta er á krapaflóðum og votum snjóflóðum. Þar hefur viðbúnaður verið aukinn á tilteknum svæðum á Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði. Þau hús er um ræðir á þessum tveimur stöðum eru Ljósaland ofan Vattarnesvegar á Fáskrúðsfirði og Borgargerði 2 og Fjarðarbraut 56 á Stöðvarfirði.