mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2025

Óvissustig vegna ofanflóðahættu á sunnanverðum Austfjörðum

Óvissustigi vegna ofanflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnanverðum Austfjörðum þar sem hætta er á krapaflóðum og votum snjóflóðum. Þar hefur viðbúnaður verið aukinn á tilteknum svæðum á Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði. Þau hús er um ræðir á þessum tveimur stöðum eru Ljósaland ofan Vattarnesvegar á Fáskrúðsfirði og Borgargerði 2 og Fjarðarbraut 56 á Stöðvarfirði.

 

Óvissustig vegna ofanflóðahættu á sunnanverðum Austfjörðum

Íbúar ínefndum húsum dvelji ekki í herbergjum með glugga sem snúa upp í hlíðar á jarðhæð eða í kjöllurum. Lögregla mun heimsækja íbúa í þessum húsum og vekja athygli á þeirri varúð sem rétt er að sýna meðan óvissustig varir.   

Þá eru íbúar á Austfjörðum hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.

Frétta og viðburðayfirlit