Óvissustigi sem lýst var yfir af hálfu Veðurstofa Íslands vegna hættu á ofanflóðum á Austfjörðum síðastliðinn föstudag hefur verið aflýst. Á vef Veðurstofu má finna upplýsingar um afléttingu og jafnframt að nokkur krapahlaup féllu yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum þegar asahláku gerði á föstudag og laugardag. Upp stytti á laugardag og veður skaplegt fram undir sunnudagkvöld. Þá hvessti með talsverðri rigningu og þá vel fylgst með farvegum þar sem krapahlaup gætu fallið. Dregið hefur verulega úr úrkomu og heldur kólnað. Áfram spáir kólnandi veðri og úrkomulitlu en éljagangi fram á miðvikudag,. Sjá og hér; Óvissustigi vegna ofanflóðahættu aflýst á Austfjörðum | Ofanflóð
03.02.2025