Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa nú í aðdraganda páska fengið afhent páskaegg að gjöf frá sveitarfélaginu sem þakklæti fyrir vel unnin störf, og einnig til að minna á innleiðingu á Workplace sem er á döfinni nú á vordögum.
08.04.2020
Páskaegg til starfsmanna Fjarðabyggðar
Páskaeggjunum hefur verið dreift á allar starfstöðvar undanfarna daga og ættu flestir starfsmenn nú að hafa fengið þau í hendurnar. Með þessari gjöf vill Fjarðabyggð þakka starfsmönnum sínum fyrir vel unnin störf undanfarnar vikur við afar krefjandi aðstæður.
En einnig vill Fjarðabyggð minna á innleiðingu á samskiptaforritinu Workplace, en ætlunin er að taka það í gagnið þegar um hægist. Workplace er samskipta forrit í anda Facebook sem gerir alla upplýsingagjöf og samskipta á milli starfsmenn mun auðveldari og hjálpar starfsmönnum að eiga í samskiptum og samstarfi, þvert á starfstöðvar og staðsetningar.