mobile navigation trigger mobile search trigger
21.04.2023

Páskafjör í Fjarðabyggð

Páskadagskráin í Fjarðabyggð var fjölbreytt að vanda og vel heppnuð í ár fyrir utan að veðrið sett sitt strik í reikninginn og því var lítið skíðað og aflýsa þurfti flugeldasýningu sem átti að fara fram í Oddsskarði.

Páskafjör í Fjarðabyggð
Einar Ágúst á Aldarmótatónleikum í Valhöll

Páskafjörið hófst með gríðarlega skemmtilegum tónleikum Karls Orgeltríós og Sölku Sólar í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð enda léku Salka Sól og hljómsveitin á alls oddi.

Aldamótatónleikar í Egilsbúð í Neskaupstað slógu rækilega í gegn og voru gríðarlega vel sóttir. Heimamaðurinn Einar Ágúst ásamt þeim Jónsa, Hreini og Gunna Óla lögðu allt í þetta ásamt frábærri hljómsveitinni sem stýrt var af Vigni úr Írafár. Tónleikagestir skemmtu sér konunglega og var dansað nánast allt kvöldið fram að lokum. Takk öll sem komuð og öll þið sem lögðuð ykkar lóð á vogaskálarnar að gera þennan viðburð að veruleika.

Laugardaginn fyrir páska var Valhöll áfangastaður margra, húsfyllir var þegar Lína Langsokk kom í heimsókn og skemmti börnum jafnt sem fullorðnum. Þakið ætlaði að lyftast af þegar tekið var undir í laginu hennar Elsu úr Frozen. Tónleikar með Ínu Berglindi og Dusilmennum sem áttu að vera í Oddskarði en færðust í Valhöll. Unga fólkið á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og heilluð viðstadda með ljúfum tónum sem og ólgandi rokklögum. Eftir að tónleikunum lauk var svo diskó.

Að lokum er vert að minnast á heimsókn AdHd í Fjarðabyggð en tónleikar þeirra félaga þann 13. apríl voru algjör himnasending fyrir tónlistaraðdáendur hér í fjórðungnum sem fjölmenntu á þessa mögnuðu tónleika.

Fleiri myndir:
Páskafjör í Fjarðabyggð
ADHD með tónleika í Tónlistamiðstöð Austurlands
Páskafjör í Fjarðabyggð
Tónleikar með Ínu Berglindi og Dusilmennum
Páskafjör í Fjarðabyggð
Lína Langsokk
Páskafjör í Fjarðabyggð
Salka Sól

Frétta og viðburðayfirlit