Um helgina mun kvintettinn NA5 flytja tónverkið Pétur og Úlfurinn í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Um er að ræða samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og NA5 og er markmiðið að auka menningarlæsi barna á Austurlandi.
28.09.2018
Pétur og Úlfurinn á Breiðdalsvík
Um helgina mun kvintettinn NA5 flytja tónverkið Pétur og Úlfurinn í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Um er að ræða samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og NA5 og er markmiðið að auka menningarlæsi barna á Austurlandi.
Sýningin er 25 mínútna löng og sniðin að yngri hlustendum. Þegar sýningu lýkur fá börnin svo tækifæri til að hitta hljóðfæraleikarna og að sjálfsögðu að skoða sjálfan úlfinn!