mobile navigation trigger mobile search trigger
24.04.2023

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í sjötta skipti og Fjarðabyggð ætlar að sjálfsögðu að vera með.

Þennan dag er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum sem er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

Hægt verður að nálgast plokk-pokana föstudaginn 28.apríl, í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar í Breiðdal og á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði, á sorpmóttökustöðvum á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði og í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar.

Íbúar Fjarðabyggðar eru hvattir til að taka þátt í deginum því margar hendur vinna létt verk. Plokk er góð útivera, góð samvera og allir geta tekið þátt. Þetta er okkar umhverfi, þetta er okkar framtíð.

Afrakstur plokksins má svo koma með í móttökustöðvar Fjarðabyggðar eða skilja eftir í pokum upp við ljósastaura við stofngötur og starfsmenn sveitarfélagsins munu svo sjá um að koma því í förgun.

Allar upplýsingar um stóra plokkdaginn eru aðgengilegar hér

Munið svo að taka mynd og deila á fésbókina okkar merkt #fjbplokk2023

Frétta og viðburðayfirlit