mobile navigation trigger mobile search trigger
28.11.2022

Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar

Mikið var um að vera um helgina í Fjarðabyggð. Á laugardaginn hófst pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll, með sýningu á myndinni Infinite storm í leikstjórn pólska leikstjórans Malgorzata Szumowska. Forseti bæjarstjórnar Hjördís Helga Seljan setti hátíðina ásamt skipuleggjendum hennar. Á sunnudeginum voru svo þrjár myndir sýndar. Hátíðinni lýkur 11. desember á myndinni Zupa Nic og tónleikum með Stefni Ægi Stefánssyni. 

Á sunnudaginn voru jólaljósin tendruð á jólatrénu í Neskaupstað. Fjölmenni var samankomin þrátt fyrir rigningu. Jólasveinar mættu og gáfu börnunum epli og piparkökur. Blásarasveit Norðfjarðar lék nokkur lög ásamt börnum úr leikskólanum á Eyravöllum.

Íþróttamaður Þróttar var útnefndur og var það Þórarinn Ómarson blakari sem hlaut útnefninguna þetta árið. Patrekur Aron, Díana Ósk og Rut voru einnig tilnefnd.

Ármann Snær Heimisson blakari og Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir skíðakona voru tilnefnd til hvatningarverðlauna Fjaraðbyggðar fyrir árið 2022. 

Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar
Fleiri myndir:
Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar
Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar
Sigga Þrúða f.h. Þórarins, Patrekur Aron, Díana Ósk og Rut
Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar
Ármann Snær og Sólveig Sigurjóna

Frétta og viðburðayfirlit