mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2024

Ráðuneytið telur breytingar í fræðslumálum standast gildandi lög

Fjarðabyggð hefur borist niðurstaða mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna þeirra athugasemda sem Kennarasamband Íslands gerði við fyrirhugaðar breytingar á fræðslumálum í Fjarðabyggð.

Afstaða ráðuneytisins er sú að breytingar á fræðslumálum í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggð stangist ekki á við gildandi lög. Athugasemdir ráðuneytisins snúa að formlegu samráðsferli, að ekki hafi verið haft nægt samráð við skólaráð grunnskóla eða foreldraráð leikskóla. Í ljósi þessarar athugasemdar mun Fjarðabyggð hefja samráðsferli við ofangreinda aðila og óska eftir umsögnum þeirra.

Bréf ráðuneytsins til Fjarðabyggðar má finna hér: Bréf til Fjarðabyggðar_mrn.pdf

Ráðuneytið telur breytingar í fræðslumálum standast gildandi lög

Frétta og viðburðayfirlit