mobile navigation trigger mobile search trigger
20.01.2017

Rafbílavæðing Austurlands

Fimmtudaginn 26. janúar verður fundur um rafbílavæðingu Austurlands á vegum Austurbrúar.

Rafbílavæðing Austurlands
Rafbíll

Austurbrú sótti um styrk í Orkusjóð fyrir hönd sveitarfélaga á Austurlandi til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Fengust um 7,5 milljónir verða notaðar til þess að setja upp 13 hleðslustöðvar í fjórðungnum. Að auki fékk Orka Náttúrunnar styrk til þess að setja upp hraðhleðslustöð á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og Vopnafirði og Olís til uppsetningar á hraðhleðslustöð á Egilsstöðum.                                                              

Efni fundarins er þróun rafmagnsbíla, bygging hleðslustöðvanna og hvort rafmagnsbílar geti verið raunverulegur kostur á Austurlandi. Hann stendur frá 15-17 í húnæði Austurbrúar, Búðareyri 1, Reyðarfirði og er öllum opinn.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Frétta og viðburðayfirlit