Frá og með fimmtudeginum 7. mars verður boðið upp á rafræna opnun líkamsræktarstöðvanna á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði utan hefðbundins opnunartíma. Um er að ræða verkefni sem verið hefur í undirbúningi að undanförnu, og nú nýverið lauk uppsetningu á tækjabúnaði og kerfum þessu tengdu.
06.03.2024
Rafræn opnun utan hefðbundins opnunartíma líkamsræktarstöðva
Handhafar tímabilakorta (3 mánaða-, 6 mánaða-, 12 mánaða- og parakorta) 18 ára og eldri, gefst kostur á að kaupa aukalega rafrænt aðgengi og verður gjaldið 500 kr. á mánuði. Athugið að rafrænt aðgengi virkar eingöngu með harðplastkortum, og þurfa þeir sem hyggjast nýta sér þjónustuna að koma við í íþróttamiðstöðvum til að láta prenta nýtt kort.
Rafræn opnun utan hefðbundins opnunartíma verður á eftirfarandi tímum:
- Virkir daga frá 05:00 – 00:00
- Helgar frá 08:00 – 18:00
- Opið alla daga ársins nema jóladag (25. desember), annan í jólum (26. desember) og nýársdag (1. janúar).
- Á öðrum frídögum 08:00 - 18:00
Nánari upplýsingar eru veittar í viðkomandi íþróttamiðstöð