Fjarðabyggð óskar eftir að birgjar sendi reikninga með rafrænum hætti, í gegnum skeytamiðlara á XML formi og er mælt með að reikningarnir séu gefnir út í kerfi sendanda. Reikningarnir þurfa að uppfylla tækniforskrift frá Staðlaráði, staðal TS-236, sjá heimasíðu Staðlaráðs Íslands.
Frá og með 1. janúar 2024 verður ekki tekið á móti PDF-reikningum í tölvupósti eða reikningum á pappír.