Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Austfirði fyrir sunnudaginn 25. september. Viðvöruninn tekur gildi á hádegi og stendur fram á kvöld. Gert er ráð fyrir Norðvestan roki eða ofsaveðri, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s. Miklar líkur eru því á foktjóni og grjótfoki. Fjarðabyggð hvetur íbúa eindregið til þess að tryggja lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir.
Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands og tilkynningar frá eru einnig sendar út á fésbókarsíðu lögreglunnar á Austurlandi.