mobile navigation trigger mobile search trigger
01.12.2015

Rauði krossinn færir nemendum í 1. bekk gjöf

Fulltrúar Rauða krossins á Reyðarfirði færðu nemendum í 1. bekk íslensku bókstafina í litlum kassa.

Rauði krossinn færir nemendum í 1. bekk gjöf

Fulltrúar Rauða krossins, þær Sigríður Guðný Sigurðardóttir og Helga Guðrún Hinriksdóttir, afhentu nemendunum stafina. Stafirnir koma að góðum notum á hverju heimili en þessir stafir eru m.a. eitt helsta hjálpartæki sérkennara við lestrarkennslu. Stafirnir eru notaðir til þess að þjálfa börn í að kalla fram hljóð með því að fletta stöfunum hratt.  Einnig er gott að raða stöfum fyrir framan barnið, svörtu stöfunum sér og rauðu sér, og fá barnið til að raða saman í orð.

Frétta og viðburðayfirlit