mobile navigation trigger mobile search trigger
15.01.2021

Rigningarspá aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi

Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á laugardag, en þá dregur úr úrkomuákefð. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar verður um 50-100 m. 

Rigningarspá aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi

Í ljósi aðstæðna er Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig. Spáð er uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði um 50 mm á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Byrjar möglega sem slydda fyrsta klukkutímann, en hlýnar síðan heldur, megnið af tímanum verður slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. 

Frétta og viðburðayfirlit