Síðustu misseri hefur umræða um risahvönn verið áberandi. En hvað er þetta fyrir jurt, hvernig þekkjum við hana og aðskiljum frá öðrum sambærilegum tegundum?
Risahvönn - Hvað er það?
Risahvönn, líka nefnd tröllahvönn, er samnefnari yfir þrjár tegundir risa-/tröllvaxinna jurta af sveipijurtaætt. Safi þessara jurta innihalda eiturefni (m.a. fúranókúmarín) sem valda ofnæmisviðbrögðum fari safi á húð og þá sérstaklega í sólskini. Jurtinar þrjár sem í daglegu tali eru nefndar risa-/tröllahvannir eru Bjarnarkló, Tröllakló og Húnakló. Þær eru allar skilgreindar sem ágengar tegundir í íslensku vistkerfi.
Bjarnarkló (Heracleum mantegazzianum): er einna líkust Ætihvönn en er öll mikið stórvaxnari og verður að jafnaði 2-3m á hæð. Hún þekkist helst af eftirfarandi atriðum: Risavöxtur, stakstæður og flekkóttur stöngull og af jurtinni leggur fremur beiska lykt.
Tröllakló (Hercaleum persicum): er að jafnaði nokkru minni en Bjarnarkló eða 1,8-2,8 metrar á hæð. Tröllakló þekkist helst á eftirfarandi atriðum: Risavöxtur, nokkrir holir stönglar sem eru fjólubláir neðst og af jurtinni leggur lykt líkt og af anís (lakkrís).
Húnakló (Hercaleum sphondylium): Húnakló er afar lík fyrrgreindum jurtum og líka ætihvönninni, það sem skilur á milli er smæð jurtarinnar en hún er bæði á hæð og í umfangi minni en Bjarnakló og Tröllakló. Jurtin aðgreinist einna helst af smæð sinni og fínleika samanborið við hinar tvær jurtirnar, Bjarnakló og
Í kringum allar fyrrgreindar jurtir ber að fara varlega og halda börnum frá þeim sem kostur er. Komist safi á húð ber að þvo hann af með sápu og halda svæðinu frá sólarljósi í nokkra daga á eftir
Framkvæmda- og umhverfissvið Fjarðabyggðar biður íbúa um að vera á varðbergi gagnvart þessum jurtum og láta vita ef grunur vaknar um að þær lifi í nágrenni þeirra.
Hérna má lesa nánar um þessar jurtir og hvernig hægt er að þekkja þær.