Föstudaginn 19. ágúst voru undirritaðir samningar vegna skólamáltíða og skólaaksturs.
23.08.2022
Samningar undirritaðir vegna skólamáltíða og skólaaksturs
Samningur var gerður við Fjarðaveitingar um skólamat í Grunnskólum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað fyrir skólaárin 2022-2025, sem og samningur við Tanna Travel um akstur með skólabörn á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur fyrir skólaárið 2022-2023.
Meðfylgjandi myndir af Sveini Jónssyni eiganda Fjarðaveitinga, Díönu Mjöll Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Tanna Travel og Jóni B. Hákonarsyni bæjarstjóra við undirritun samninganna.
Fleiri myndir: