Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi og Háskólinn á Akureyri hafa undirritað samning um að háskólinn taki að sér að hafa umsjón með starfi Sjávarútvegsskólans. Skólinn er ætlaður nemendum sem nýlokið hafa 9. bekk grunnskóla og er markmið hans að miðla þekkingu í sjávarútvegi til nemenda í sjávarbyggðum og á nærliggjandi svæðum.
Samningur Háskólans á Akureyri og sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi um Sjávarútvegsskólann
Sjávarútvegsskólinn til Háskólans á Akureyri - Vísir
Á þessu ári verður kennt á sex stöðum á Austurlandi en stefnt er að því að kenna víðar á komandi árum. Kennslustaðir á sumri komandi verða Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Vopnafjörður og Höfn. Mun kennslan fara fram í náinni samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki á stöðunum.
Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar var stofnaður árið 2013 og var þá einungis kennt í Neskaupstað. Árið 2014 fór kennsla fram í allri Fjarðabyggð og var nafni skólans þá breytt í Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar. Árið 2015 færði skólinn enn út kvíarnar og til samræmis við það var nafni hans breytt í Sjávarútvegsskóli Austurlands.
Síldarvinnslan hlaut viðurkenninguna menntasproti atvinnulífsins árið 2015 fyrir frumkvæði að stofnun Sjávarútvegsskólans.