Föstudaginn 27. nóvember sl. var ritað undir samning við GG - Þjónustu Ehf. um ræstingu og þrif á fjórum leikskólum í Fjarðabyggð.
03.12.2020
Samningur um ræstingu á leikskólum undirritaður
Í október óskaði Fjarðabyggð eftir tilboðum í ræstingar á fjórum leikskólum og eftir það var ákveðið að ganga að tilboði GG- Þjónustu. Samningurinn er gerður til þriggja ára, og nær til ræstingu og þrifa á leikskólunum Eyrarvöllum, Dalborg, Lyngholti og Kærabæ. GG þjónusta hefur undanfarin fjögur ár þjónustað fyrrgreinda leikskóla.
Það var Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem ritaði undir samningin fyrir hönd Fjarðabyggðar og þær Guðbjörg Oddfríður Friðjónsdóttir og Gunnhildur Björk Jóhannsdóttir f.h. GG þjónustu ehf.
Fjarðabyggð óskar samningsaðilum til hamingju með nýjan samning.