mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2017

Samstarf um ljósleiðaralagningu

Fjarðabyggð og Orkufjarskipti hf. hafa með sér samstarf um lagningu ljósleiðarastrengs um Suðurfirði.

Samstarf um ljósleiðaralagningu
Bjarni og Páll að lokinni undirskrift

Fjarðabyggð og Orkufjarskipti hf. hafa með sér samstarf um lagningu ljósleiðarastrengs um Suðurfirði, nánar tiltekið frá Stöð í Stöðvarfirði yfir að Stuðlum í Reyðarfirði. Samningur var undirritaður af Bjarna M Jónssyni framkvæmdastjóra Orkufjarskipta hf og Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra síðastliðin föstudag. Lagning ljósleiðarastrengs til að tengja dreifbýlisstaði á leiðinni er hluti af verkefninu Ísland ljóstengt sem styrkt er af Fjarskiptasjóði. Samstarf aðila gagnast báðum þar sem Orkufjarskipti hf. vinna að hringtengingu raforkuvirkja og aflstöðva á landsvísu sem nefnd er áttan.  Með samstarfinu er kostnaði verkefnisins skipt milli aðila sem gerir það kleift að ljúka ljósleiðaravæðingu hluta dreifbýlisins á árinu 2017. Í þessum áfanga næst að tengja 14 staði sem falla undir skilyrði fyrir styrkveitingu Fjarskiptasjóðs en öðrum aðilum býðst að tengjast á kostnaðarverði heimtaugar.  Fjarðabyggð áformar frekari ljósleiðaravæðingu á næstu árum ef tækifæri gefast til samstarfs um jarðlagnavinnu og styrkveitingar leyfa. Samstarf við Orkufjarskipti er mikið fagnaðarefni þar sem þekking og reynsla þeirra nýtist við lagningu strengsins en framkvæmdin er á þeirra höndum.

Fleiri myndir:
Samstarf um ljósleiðaralagningu
Gunnar Jónsson bæjarritari, Bjarni og Páll

Frétta og viðburðayfirlit