mobile navigation trigger mobile search trigger
03.04.2024

Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Blakdeildar Þróttar

Á dögunum skrifuðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir undir samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar.

 

Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Blakdeildar Þróttar

,,Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Fjarðabyggð að styðja við jafn öflugt íþróttastarf og blakdeildin sinnir. Sterk umgjörð alls íþróttastarfs skilar miklu árangri, uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og eflingar íþrótta í samfélaginu og að auki að efla samstöðu meðal íbúa.“ Sagði Jóna Árný, bæjarstjóri.

,,Þessi styrkur til reksturs úrvalsdeilda karla, kvenna og U20 liðanna hjálpar mikið til í því rekstrarumhverfisem blakdeildin starfar í. En blakdeildin hefur nú bætt við fjórum liðum sem spila í 1. deild og í neðri deildum, allt U20 lið. Þetta er mikilvæg viðbót þar sem við erum rík af efnilegum ungmennum sem þurfa verkefni. Við gætum ekki staðið í þessu nema væri fyrir góða styrktaraðila.“ segir Sigríður Þrúður, formaður blakdeildar Þróttar.

Markmiðið með samningum er að efla og styðja við það öfluga íþróttastarf sem blakdeildin sinnir.

Starfið hefur gengið vel í vetur.  Karlaliðið komst alla leið í bikarúrsliteleikinn og enduðu í 4 sæti deildarinnar, kvennaliðið hefur átt efriðara uppdráttar, enda ungt lið en þær hafa unnið á í vetur. 

Deildin sendi U20 karla og kvenna lið til keppni í fyrstu deild, auk þess að vera með lið í neðri deildum. Í fyrstu deild hampaði kvennaliðið deildar-meistaratitli í norð/austur deild, auk þess að vera Íslandsmeistarar U20 liða. Karlaliðið hampaði einnig deildarmeistaratitli, var stigahæst U20 liða en endaði í öðru sæti eftir spennandi úrslitakeppni.

U20 liðin í neðri deild stóðu sig mjög vel og enduðu stelpurnar í þriðja sæti og strákarnir urðu Íslandsmeistarar, bæði liðin fara því upp um deild á næsta tímabili.

Úrvalsdeildarliðin eru svo þessa viku að byrja að spila í úrslitakeppni, þar er spilað um að komast í undanúrslitin og vinna þarf tvö leiki til þess. Karlaliðið mætir KA og kvennaliðið HK

Fleiri myndir:
Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Blakdeildar Þróttar

Frétta og viðburðayfirlit