Við opnun á Studio Síló 6.október sl. í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, var undirritaður samstarfssamningur um endurbætur á Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í tengslum við styrk til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða (C1) fyrir árið 2019.
07.10.2019
Samstarfssamningur Sköpunarmiðstöðvarinnar og Fjarðabyggðar 2019 – 2025
Með samningum skuldbinda Sköpunarmiðstöðin og Fjarðabyggð sig til að vinna í sameiningu að uppbyggingu á aðstöðu og endurbótum á húsnæði Sköpunarmiðstöðvarinnar að Bankastræti 1, Stöðvarfirði. Samningurinn tekur til framkvæmdaáætlunar og tilgreindur sem áfangi A) í „Samstarfssamningur Sköpunarmiðstöðvarinnar og Fjarðabyggðar 2019 – 2025“.
Verkþættir í áfanga A)
1. Endurnýjun á þaki, þakköntum, rennum og einangrun innanhús (1250 m²)
2. Einangrun og klæðning veggja utanhús auk endurnýjunar á gluggum
3. Endurnýjun á milligólfi vegna brunavarna (345 m²)
4. Uppsetning á aðstöðu og verkstæðum á efri hæð, samkvæmt fyrirliggjandi byggingarteikningum.